Fara í efni  

Skagamenn fjölmenna á ÓL

 

Þau Kolbrún Ýr, Kristinn Reimarsson og Gunnar Viðarsson á góðri stundu í Aþenu.

Það er óhætt að segja að sjaldan eða aldrei hafi jafnmargir Skagamenn verið í lykilhlutverki á Ólympíuleikum eins og í Aþenu í ár. Eins og fram kom í fréttum hér á Akranesvefnum í gær stóð sundkonan Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir sig með prýði þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í 100 m flugsundi á laugardag. Hún er í Aþenu í góðum félagsskap Akurnesinganna Gunnars Viðarssonar, handknattleiksdómara og Kristins Reimarssonar, sviðsstjóra afrekssviðs hjá ÍSÍ en hann er jafnframt aðstoðarfararstjóri íslenska hópsins. Ef miðað er við hina margfrægu höfðatölu má auðveldlega draga það í efa að margir bæir í heiminum eigi jafnmarga fulltrúa á þessum stærsta íþróttaviðburði okkar tíma.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00