Fara í efni  

Skagamenn fá hrós dagsins

Á íþróttasíðum Fréttablaðsins í dag fá Skagamenn hrós fyrir að spila vel þessa dagana en liðið sigraði í leik sínum gegn Grindavík á heimavelli þeirra síðarnefndu í gær með þremur mörkum gegn einu. Í Fréttablaðinu segir orðrétt: "Við hrósum Skagamönnum sem spila mjög vel þessa dagana. ÍA hefur náð í tíu af síðustu tólf stigum í boði og ljóst að ungu strákarnir í liðinu eru farnir að standa sig. Enn á ný er það því ótrúleg endurnýjun á knattspyrnumönnum á Akranesi sem heldur Skagamönnum í hópi besta liða landsins."


Ekki amalegt það.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00