Fara í efni  

Skagaferðir opna gistihús í Kirkjuhvoli

Í dag var undirritaður húsaleigusamningur á milli Akraneskaupstaðar og Skagaferða ehf. vegna leigu á Kirkjuhvoli. Skagaferðir ætla að opna gistihús í Kirkjuhvoli og verður formleg opnun þann 3. júlí næstkomandi. Þá verður opnuð myndlistarsýning með verkum Veru Líndal Guðnadóttur og bæjarbúum verður boðið að koma og sjá þær endurbætur sem hafa átt sér stað í húsnæðinu.

Húsaleigusamningurinn er til ársloka 2017 en uppsegjanlegur af hálfu beggja aðila með sex mánaða fyrirvara. Akraneskaupstaður fær afnot af aðstöðunni á aðalhæðinni fyrir viðburði, án endurgjalds. Skagaferðir ehf. er í eigu þeirra Elinbergs Sveinssonar, Hafdísar Bergsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Ætla þau að reka heimagistingu í risi, á miðhæðinni og kjallara. Einnig verða menningartengdir viðburðir í húsinu, s.s. listasýningar. Kirkjuhvoll er byggður árið 1923 sem prestsbústaður en hefur verið rekinn sem listasetur Akraness undanfarin ár. Húsið hefur einnig þjónað hlutverki heimavistar.

Skagaferðir halda úti facebook síðu þar sem hægt er að hafa samband til þess að fá nánari upplýsingar um starfsemina. Sjá nánar hér. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00