Fara í efni  

Sjómannadagsmyndir á Vef ljósmyndasafnsins

Verkalýðsfélag Akraness fagnaði 80 ára afmæli sínu fyrir skemmstu. Fyrr á þessu ári afhenti félagið Ljósmyndasafni Akraness ljósmyndir frá hátíðahöldum sjómanna til eftirtöku. Ná þær yfir tímabilið frá því um 1950 til nútímans. Nú hafa verið unnar um 600 myndir á stafrænt form og eru þær komnar á vefinn. Hér er um mjög merkilegt safn mynda að ræða þar sem fjöldi fólks kemur við sögu. Velvildarmenn safnsins eru hvattir til að kíkja á vefinn og senda inn upplýsingar því mikið verk er fyrir höndum að nafngreina fólkið á myndunum. Smellið á slóðina www.akranes.is/ljosmyndasafn og veljið nýjar myndir þá koma myndirnar upp.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00