Fara í efni  

Sjómaðurinn er ekki á förum

Í gær birtist frétt hér á vef Akraneskaupstaðar þess efnis að til stæði að færa ?Sjómanninn? af Akratorgi og í skógræktina í Garðalundi vegna fyrirhugaðra framkvæmda á torginu. Torgið skyldi minnkað og að hluta lagt undir bílastæði og listaverkinu því komið fyrir til framtíðar í skógræktinni. Þetta var að sjálfsögðu sett fram í tilefni dagsins, sem var 1. dagur aprílmánaðar. Engu að síður tóku nokkrir bæjarbúar þetta mjög alvarlega og létu vanþóknun sína í ljós yfir þessum fáheyrða dónaskap gagnvart listaverkinu og listamanninum sem skóp það. Auk þess þótti fáranlegt að breyta Akratorgi í bílastæði. Nokkrir lögðu einnig leið sína á torgið til að fylgjast með meintum flutningi listaverksins, sem fram átti að fara síðdegis í gær. Af honum varð þó ekki, eins og áður segir. Sjómaðurinn vaktar Akratorgið enn og mun eflaust halda því áfram um ókomin ár. Allir þeir sem hlupu apríl af þessum sökum eru beðnir velvirðingar á því.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00