Fara í efni  

Sigur í fatahönnunarkeppni grunnskólanema

Sunnudaginn 9. nóvember voru úrslit í fatahönnunarkeppni grunnskólanema í Kringlunni. Alls komu fram þeir 50 - 60 nemendur 8. ?10. bekkja sem valdir höfðu verið úr hópi nær 200 þátttakenda. Þema keppninnar í ár var: ?Nýta þú mátt þó nóg hafir?.
Veitt voru þrenns konar verðlaun. Verslunin ?Zik-Zak stelpur og strákar? veitti ein verðlaun í hverjum árgangi fyrir hönnun sem skoða á með framleiðslu í huga, en jafnframt hlutu nokkrir í árgangi þá viðurkenningu að koma fram á ?Iceland Fashion Week? næsta ár. Loks voru verðlaun fyrir förðun og hárgreiðslu.   Þátttakendur frá Akranesi voru 3, þær Edit Ómarsdóttir, Hanna María Guðbjartsdóttir og Sandra Kristín Jónasdóttir.

 Edit Ómarsdóttir 10. KH Grundaskóla var sigurvegari keppninnar, vann til verðlauna í tveimur fyrstu flokkunum fyrir gullfalleg föt þar sem nýtt voru gömul hálsbindi. Helena Rúnarsdóttir 10. KH klæddist fötunum á sýningunni. Auk þess vann Sandra Kristín Jónasdóttir, Brekkubæjarskóla þá viðurkenningu að koma fram á ?Iceland Fashion Week? næsta ár en alls voru þrír þátttakendur af Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00