Fara í efni  

Sérstakur styrkur til íþrótta- og tómstundastarfa

Opnað hefur verið fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum þar sem markmiðið er að jafna tækifæri þeirra til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021 en Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, kynnti aðgerðina í vor og er hún hluti af aðgerðapakka sem ætlað er að veita mótvægi vegna þeirra áhrifa sem Covid-19 faraldurinn hefur haft á afkomu efnaminni heimila í landinu. Í framhaldinu verður ráðist í vitundarvakningu í samstarfi við menntamálaráðuneytið, sveitarfélög, Íþróttasamband Íslands og Ungmennafélag Íslands. Hér má sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands. 

 

Myndbönd á fleiri tungumálum: 

English         Farsi         Arabiska       Kurdiska    Lithuania    Polish     Romania       Vietnam  

Thailand   Spanish

 

Styrkurinn er 45.000 kr. fyrir hvert barn

Áður en sótt er um styrkinn hjá þínu sveitarfélagi þarf að kanna hvort heimilið falli undir ofangreint tekjuviðmið. Það er gert með því að skrá sig inn hér á  Ísland.is  með rafrænum skilríkjum. Athugið að sé um hjón/sambúðarfólk að ræða þurfa báðir aðilar að samþykkja að upplýsingar um tekjur séu sóttar til skattayfirvalda (RSK) svo hægt sé að staðfesta hvort heimilið falli undir tekjuviðmiðið eða ekki. 
 
 
 • Hægt er að sækja um styrk til og með 1.mars 2021.

 • Miðað er við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020–2021.

Hvert sveitarfélag setur sér reglur um úthlutun styrkjanna og fyrirkomulag getur verið breytilegt á milli sveitarfélaga til dæmis varðandi og hægt er að nálgast reglur Akraneskaupstaðar hér

Nánari upplýsingar um styrkinn er að finna hér íslensku og pólsku. 

Á vef Fjölmenningarseturs er hægt að finna upplýsingar um styrkinn á fleiri tungumálum.

Mikilvægi íþrótta- og frístundastarfs

Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að halda börnum virkum í íþrótta- og frístundastarfi og tryggja jafnt aðgengi barna og unglinga að slíku starfi. Lögð hefur verið áhersla á að ná til sem flestra forráðamanna og hefur því verið komið af stað kynningarátaki á fjölda tungumála um íþrótta- og tómstundastyrkina. Útbúin hafa verið 11 myndbönd til þess að vekja athygli á styrknum og má sjá þau hér. 

 

Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra: „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi og það á sérstaklega við um fjölskyldur í neðri hluta tekjudreifingarinnar. Rannsóknir sýna að íþróttir og frístundir hafa forvarnargildi og því er gríðarlega mikilvægt að við gerum allt sem við getum til að koma í veg fyrir brottfall hjá krökkum í íþróttum og tómstundum vegna faraldursins.”

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00