Fara í efni  

Sérdeild Brekkubæjarskóla tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins

Sérdeildin í Brekkubæjarskóla hefur verið  tilnefnd til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins í flokknum frá kynslóð til kynslóðar. Samfélagsverðlaunin eru veitt í fjórum flokkum og eru fimm einstaklingar eða samtök tilnefnd í hverjum flokki. Á næstu dögum verða tilnefningarnar í flokkunum fjórum kynntar í Fréttablaðinu. Dómnefnd mun síðan skera úr um hver hlýtur verðlaunin.

 


Sérdeild Brekkubæjarskóla var formlega stofnuð árið 1986. Tilgangur hennar var að gera fötluðum börnum á Akranesi kleift að stunda nám í heimabyggð.


Boðið er upp á átta klukkustunda skóladag og lengri vistunartíma að vori eftir að skóla er slitið. Öll börn í sérdeild fylgja sínum árgangsbekk eins og kostur er.


Sérdeildin sinnir börnum af Akranesi en foreldrar fatlaðra barna velja hvort börn þeirra stunda nám í sérdeild eða í almennan bekk í sínum heimaskóla.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00