Fara í efni  

Samstarfssamningar við Hvalfjarðarsveit undirritaðir fimmtud. 20. des.

Akraneskaupstaður og Hvalfjarðarsveit skipuðu á fyrri hluta árs 2007 starfshóp til að endurskoða samstarfssamninga á milli sveitarfélaganna, þar á meðal skipulags­skrár tveggja sameignarstofnana, Dvalarheimilisins Höfða og Byggðasafnsins í Görðum.  Samstarfshópinn frá Akraneskaupstað skipuðu þau Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri og Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi.  Frá Hvalfjarðarsveit voru þeir Einar Örn Thorlacius, sveitarstjóri og Hallfreður Vilhjálmsson, oddviti.


 

Starfshópurinn skilaði endanlegum tillögum sínum til sveitarstjórnanna 12. desember s.l. Sveitar­félögin hafa samþykkt samningana og verða þeir undirritaðir í bæjarþingsal Akraneskaupstaðar, Stillholti 16-18, 20. desember n.k. kl. 16:00.   


 


Samningar sem hér um ræðir eru eftirfarandi:


  • Samstarfssamningur um brunavarnir og eldvarnareftirlit

 • Samstarfssamningur um ýmis málefni á sviði félags- og íþróttamála

 • Samstarfssamningur um félagsstarf aldraðra

 • Samningur um meðferð og eyðingu sorps

 • Samkomulag um rekstur tónlistarskóla

 •  Skipulagsskrá fyrir Dvalarheimilið Höfða, Akranesi

 • Skipulagsskrá Byggðasafnsins í Görðum.

 


Samningarnir eru að meginstofni til endurnýjun á fyrri samningum en farið hefur verið sérstaklega ofan í kostnaðarskiptingu milli sveitarfélaganna vegna viðkomandi rekstrar.  Með þessum samningum hefur mikið og öflugt samstarf sveitarfélaganna enn verið treyst í sessi. 


 


Nánari upplýsingar um samningana veita undirritaðir.


 


Akranesi, 17. desember 2007.


 


Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi


Einar Thorlacius, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00