Fara í efni  

Samstarfs óskað um hátíðarhöld á 17. júní og Írskum dögum

Akraneskaupstaður óskar eftir að ganga til samninga við einstaklinga og/eða fyrirtæki um utanumhald og framkvæmd á hátíðarhöldum á þjóðhátíðardeginum 17. júní og Írskum dögum sem haldnir verða 4-7 júlí. Hægt er að sækja um afmarkaða viðburði á viðkomandi hátíðum.
Eftirfarandi kröfur eru gerðar til dagskrár:
Á 17. júní þarf að vera fánahylling á Akratorgi með hefðbundnum dagskráratriðum. Einnig  skrúðganga, hátíðardagskrá og fleira í samstarfi við félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki.


Á Írskum dögum þarf að vera opnunarhátíð á fimmtudegi, kvöldvaka í miðbænum á föstudagskvöldi og viðburðir í miðbænum á laugardegi. Auk þess fjölskylduhátíð á sunnudegi, lokahátíð Írskra daga. Hátíðina er hægt að framkvæma í samstarfi við félagasamtök, einstaklinga og fyrirtæki.


Í umsókn skal eftirfarandi koma fram:
? Viðburður sem sótt er um
? Lýsing á einstaka dagskrárliðum
? Verk-og tímaáætlun
? Kostnaðaráætlun


Nánari upplýsingar veitir Anna Leif Elídóttir, Byggðasafninu á Görðum, í síma 431 5566 og með netfanginu anna.leif.elidottir@akranes.is
Umsóknir sendist á bæjarskrifstofur Akraness, á netfangið akranes@akranes.is  merkt viðburðir 2013 fyrir 10. apríl næstkomandi.
 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00