Fara í efni  

Samstarf um almenningssamgöngur við Strætó bs.

Undanfarin misseri hefur atvinnumálanefnd unnið að möguleikum þess að Akranes tengist kerfi almenningssamgangna Reykjavíkursvæðisins og hafa formaður atvinnumálanefndar og bæjarritari átt viðræður við forstjóra og aðstoðarforstjóra Strætó bs. um möguleika þess samstarfs. Atvinnumálanefnd telur það mikilvægt fyrir samfélagið á Akranesi að tengjast leiðakerfi Strætó bs. eins og fyrirliggjandi hugmyndir ganga út á og lagði til við bæjarráð að leitað verði leiða til að hægt sé að gera ofangreint að veruleika með samningum við samgönguráðuneytið og Strætó bs. þannig að almenningssamgöngur á milli Akraness og Reykjavíkur verði teknar upp frá og með næsta hausti með nýjum og betri hætti samfélaginu til góða. 

 


Fyrir liggur að hálfu Strætó bs. vilji til að Akranes gerist aðili að byggðasamlaginu með stofnframlagi og geri tilraunasamning til ca. 3ja ára um að Strætó bs. sjái um akstur á milli Akraness og Mosfellsbæjar með viðkomu á Kjalarnesi.  Ferðatíðni  skv. þessari hugmynd eru 81 ferð á viku og yrði heildarkostnaður 17,4 milljónir á ári.  Farþegar myndu njóta sömu kjara og almennir farþegar sem nota strætó og eiga möguleika á sömu afsláttarkjörum sem í boði eru á hverjum tíma.  Fyrir liggur einnig að fulltrúar samgönguráðuneytisins og Vegagerðarinnar hafa lýst yfir vilja sínum til að semja við Akraneskaupstað um útfærslur á sérleyfi til Akraness.  Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 14. apríl sl. að fela bæjarritara og formanni atvinnumálanefndar að ganga til samninga um málið.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00