Fara í efni  

Samstæðureikningar á PDF

Ársreikningur Akraneskaupstaðar og stofnana hans fyrir árið 2002 var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar  8. apríl sl. og gert ráð fyrir að hann verði staðfestur á fundi bæjarstjórnar 22. apríl. 


Reikningurinn er nú  lagður fram fyrr en oftast áður.  Þessi framgangur er afar jákvæður og sýnir að góð staða er á bókhaldsmálum bæjarins. Slíkt bætir möguleika til fjárhagseftirlits og áætlanagerð.  Hægt er nú að nálgast reikning Akraneskaupstaðar hér á PDF formi. ÁRSREIKNINGUR

Skatttekjur hækkuðu á milli ára um 112.1  mkr. eða um 9.0% og útsvar hækkaði um 119.2 mkr. eða um 11%.  Langtímaskuldir aðrar en lífeyrisskuldbindingar lækkuðu um 72.6 mkr. og skammtímaskuldir um 14.4 mkr., handbært fé hækkaði um 55.3 mkr. og veltufjárhlutfall fór úr 0.67 í 1.07.  Niðurstaða ársreikningsins er því í heildina afar jákvæð og óhætt að fullyrða að markmið bæjarstjórnar í fjármálum bæjarins hafi náðst á liðnu ári og vel það.
Skoðið ræðu bæjarstjóra frá og framsetningu í glæruformi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00