Fara í efni  

Samkomulag við Ljósmyndasafn Reykjavíkur Mynd: Kristín Hauksdóttir.


Nýlega gerðu Ljósmyndasafn Reykjavíkur og Ljósmyndasafn Akraness með sér samkomulag um að opna fyrir rafrænan aðgang á milli myndavefja safnanna. Einungis þarf að fara inn á annan hvorn myndavef safnanna þ.e. www.ljosmyndasafnreykjavikur.is eða www.akranes.is/ljosmyndasafn til að skoða myndir eftir Ólaf Árnason ljósmyndara frá Akranesi.

Að þessu tilefni hefur Ljósmyndasafn Reykjavíkur nú sett um 100 myndir inn á vefinn og mun á næstu mánuðum bæta enn meiru efni við. Kristján Kristjánsson forstöðumaður Ljósmyndasafns Akraness og María Karen Sigurðardóttir forstöðumaður Ljósmyndasafns Reykjavíkur handsala samkomulagið í Grófarhúsi en þar hefur sýning á ljósmyndum Árna Böðvarssonar staðið yfir síðan í 15. janúar í samvinnu safnanna.  Ljósmyndasafn Reykjavíkur varðveitir myndasafn Ólafs Árnasonar (1919-1997) ljósmyndara frá Akranesi en hann starfaði sem ljósmyndari á Akranesi í tæp 50 ár. Alls eru um 30 þúsund myndir eftir hann varðveittar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, þar af um 23.000 mannamyndir af ljósmyndastofu Ólafs og um 7.000 mannlífsmyndir frá Akranesi. Helst eru þetta myndir af útgerð, iðnaði s.s. frá byggingu Sementsverksmiðjunnar, skipasmíði, og atburðum eins og t.d myndir frá sjómannadeginum, leikfélaginu, skólaskemmtunum ofl.


 


  


 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00