Fara í efni  

Samkomulag um verklagsreglur og samskipti við Orkuveitu Reykjavíkur

Í síðustu viku var undirritað tímamóta samkomulag milli Akraneskaupstaðar og Orkuveitu Reykjavíkur (OR) varðandi verklagsreglur og samskipti. Er þetta í fyrsta skipti sem slíkt samkomulag er undirritað við sveitarfélag utan Reykjavíkur. Í lýsingu með fylgiskjali samkomulagins er m.a. fjallað um ábyrgðarskiptingu, áætlanagerð og ákvarðanatöku, undirbúning og hönnun verka, framkvæmd og uppgjör verka o.fl.


Stofnaður hefur verið vinnuhópur verklagsreglna sem samanstendur af 3 fulltrúum OR og 3 fulltrúum Akraneskaupstaðar. Endurskoðun á verklagi mun eiga sér stað á árs fresti í fyrsta skipti í apríl 2009.   

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00