Fara í efni  

Samkomulag um samstarf og samvinnu


Bæjarstjórarnir undirrita samkomulagið á föstudagBæjarstjórnir Akraness og Borgarbyggðar hafa gert með sér samkomulag um samstarf og samvinnu í því skyni að bæta þjónustu beggja sveitarfélaganna gagnvart íbúum þeirra og ná fram hagstæðum vöru- og þjónustukaupum. Í samkomulaginu er m.a. stefnt að gerð samkomulags um gagnkvæma aðstoð slökkviliða sveitarfélaganna og hvort samstarf er mögulegt varðandi útboð þar sem slíkt kann að vera hagkvæmt. Þá verður kannað hvort unnt verði að standa sameiginlega að einstökum þáttum í átaki til úrbóta í fráveitumálum. Áfram verður unnið að samstarfi í vímuvarnamálum og er félagsmálayfirvöldum sveitarfélaganna falið að leggja fram tillögur að sameiginlegu átaki í vímuvörnum og samstarfi í þeim málum.  Samstarf við námskeiðahald fyrir grunnskólakennara og aðra starfsmenn grunn- og leikskóla verði eflt enn frekar og skoðað verður áfram frekara samstarf í uppbyggingu stoðþjónustu grunnskólanna s.s. sálfræðiþjónustu, þjónustu talmeinafræðings og námsráðgjöf.

 


 


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00