Fara í efni  

Samkomulag um eignarhald á lóðum Sementsverksmiðjunnar

 Samkomulag á milli bæjaryfirvalda og Sementsverksmiðjunnar var undirritað þann 11/7 s.l.  Gert er ráð fyrir að eignarhald á öllum lóðum Sementsverksmiðjunnar hf. færist yfir til Akraneskaupstaðar frá og með 1. ágúst 2003 og að Sementsverksmiðjan h.f. muni leigja lóðirnar fyrir starfsemi sína af kaupstaðnum til 25 ára og greiða almenna lóðarleigu með sama hætti og almennt er gert af lóðum í eigu bæjarins.  Samkomulagið gerir einnig ráð fyrir að hluti sandþróar skuli afhentur kaupstaðnum þann 1. ágúst n.k. og mun kaupstaðurinn annast uppsetningu girðingar sem mun afmarka ný lóðarmörk þróarinnar.
Einnig gerir samkomulagið ráð fyrir að Akraneskaupstaður eignist án kvaða allar eignarlóðir og fasteign verksmiðjunnar við Suðurgötu.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00