Fara í efni  

Samið við Skagatorg um ráðstöfun svæðis norðan Stillholts

Á fundi bæjarráðs Akraness fyrr í dag var gengið frá drögum að samningi milli Akraneskaupstaðar og fyrirtækisins Skagatorgs ehf. um væntanlegar framkvæmdir á svæði norðan Stillholts. Um er að ræða byggingu verslunar- og þjónustuhúss ásamt tveimur blokkarbyggingum.


Til fundarins mættu væntanlegir framkvæmdaaðilar og gerðu þeir grein fyrir því að stofnað hafi verið hlutafélagið Skagatorg ehf. sem Fjarðamót hf. Gissur og Pálmi hf. og Hörður Jónsson eigandi Gnógs hf.  hafa stofnað með jöfnum hlut hver aðili.  Bæjarráð fellst á að Skagatorg ehf. taki við skyldum varðandi úthlutun lóðar þar sem upphaflegur lóðarhafi hefur fengið fleiri til liðs við sig um úrvinnslu verkefnisins.
Bæjarráð samþykkti fyrirliggjandi samkomulag og fól bæjarstjóra að undirrita það. Gert er ráð fyrir að undirritun fari fram í næstu viku.


Með samkomulagi þessu er ljóst að vinna við deiliskipulag svæðisins fer nú á fulla ferð og gera má ráð fyrir að framkvæmdir gætu hafist í haust.

 


Í samkomulagi Skagatorgs ehf. og Akraneskaupstaðar kemur m.a. fram að Skagatorgs ehf lýsir því yfir að félagið muni hefjast handa um byggingu verslunar- og þjónustubyggingar ásamt tveimur fjölbýlishúsum á opnu svæði norðan Stillholts á Akranesi þegar deiliskipulag svæðisins hefur verið samþykkt og bygginarleyfi veitt.  Framkvæmdir félagsins verða í samræmi við þær hugmyndir sem lagðar hafa verið fyrir bæjarstjórn Akraness en að teknu tilliti til nauðsynlegra breytinga sem gera þarf á þeim hugmyndum að höfðu samráði og í samstarfi við skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Akraness. 


Á meðan unnið er að undirbúningi málsins mun bæjarstjórn Akraness ekki úthluta öðrum aðilum lóðum á umræddu svæði, en stefnt er að því að nauðsynlegum undirbúningi ljúki eigi síðar en í ágúst eða september 2003. 


 


Samningsaðilar eru einnig sammála um að tillaga að deiliskipulagi, sem unnin verður í samvinnu við skipulags- og umhverfisnefnd liggi fyrir eigi síðar en í júnímánuði 2003.  Hafi ekki verið lögð fram tillaga að skipulagi fyrir 1. ágúst n.k. eða sýnt að málið hafi ekki þann framgang sem bæjarstjórn telur nauðsynlegt að það hafi getur bæjarstjórn með tilkynningu ákveðið að segja samkomulaginu upp án sérstaks fyrirvara og á þá Skagatorg ehf engar kröfur á kaupstaðinn.  Hyggist Skagatorg ehf ekki ráðast í umrætt verkefni á hvorugur aðili kröfur á hinn vegna undirbúnings.Skagatorg ehf. mun á eigin kostnað annast allan nauðsynlegan undirbúning að breytingu á deiliskipulagi svæðisins norðan Stilllholts, þ.m.t. leggja fram nauðsynlega skipulagsuppdrætti og annast kostnað af auglýsingu skipulagstillögu þegar hún liggur fyrir.  Tillaga að skipulagi skal unnin í samvinnu og að höfðu nánu samráði við skipulags- og umhverfisnefnd Akraneskaupstaðar sem mun veita alla þá þjónustu sem nauðsynleg er vegna vinnu við skipulagið.  Þjónusta embætta skipulagsfulltrúa og byggingafulltrúa Akraneskaupstaðar er Skagatorgi ehf. að kostnaðarlausu á meðan á undirbúningi stendur.  Skagatorg ehf. mun leitast við að byggja með sem hægkvæmustum hætti þær byggingar sem fyrirhugaðar eru til að koma til móts við viðskiptavini sína en jafnframt lýsa báðir aðilar yfir nauðsyn þess að við skipulag svæðisins verði leitast við að útlit bygginga og umhverfi þeirra falli vel að umhverfinu og að aðgengi verði gott.  Þegar deiliskipulag svæðisins hefur tekið gildi mun Akraneskaupstaður ganga frá formlegri úthlutun þeirra lóðar sem hlutafélagið fær til umráða og ganga frá lóðarleigusamningi þegar framkvæmdir eru hafnar í samræmi við reglur kaupstaðarins.


 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00