Fara í efni  

Samfélagsnám í leikskólanum Garðaseli

Í leikskólanum Garðaseli er hafa elstu börnin verið dugleg að heimsækja vinnustaði foreldra og er það hluti af samfélagsnámi barnanna. Ferðirnar hafa allar tekist mjög vel og í morgun var Blikksmiðja GH heimsótt en þar vinnur pabbi eins stráksins á Vík. Móttökur voru sérstaklega góðar og börnin mjög áhugasöm að fá að skoða og kynnast þeirri fjölbreyttu vinnu sem fram fer í blikksmiðjunni. Stór og hávær tæki vekja áhuga en um leið þarf að læra að varast ýmislegt. Hver veit nema þarna hafi fæðst blikksmiður framtíðarinnar  - karl- eða kvenkyns ?

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00