Fara í efni  

Sameining sveitarfélaga á Vesturlandi

Mikil umræða er um sameiningu sveitarfélaga þessa dagana, og hafa tillögur nefndar um sameiningu sveitarfélaga verið kynntar sveitarfélögum undanfarna daga.  Á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri fengin til að framkvæma rannsókn þar sem könnuð voru viðhorf íbúa í öllum sveitarfélögum á Vesturlandi til sameiningar sveitarfélaga og fór rannsóknin fram í september og október.

 Í úrtaki voru 1364 einstaklingar á öllu Vesturlandi og var svörun 73% sem telst vel viðunandi.    Á Akranesi eru 92% þeirra sem svara hlynntir sameiningu sveitarfélaga og nefna helst til hreppana fjóra sunnan Skarðsheiðar, en einnig vekur það athygli að 16% svarenda nefna sameiningu við Reykjavík og 11% Borgarbyggð.
Skýrsluna má lesa í heild sinni með því að smella hér


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00