Fara í efni  

Samanburður á launum karla og kvenna hjá Akraneskaupstað

Skýrsla um samanburð á launum karla og kvenna hjá Akraneskaupstað var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs Akraness  þann 13. maí s.l.   Skýrsla þessi var unnin af PARX, viðskiptaráðgjöf IBM,  í apríl 2004. Skýrslan var unnin í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar Akraness við afgreiðslu fjárhagsáætlunar ársins 2004 þann 16. des. 2003, þar sem bæjarritara var falið að leita eftir samningum við aðila til að framkvæma launakönnun hjá Akraneskaupstað, sem varpi  ljósi á launamun kynjanna og að hún verði framkvæmd á þann veg að unnt verði að bera niðurstöðu hennar saman vil eldri könnun. Bæjarráð samþykkti að vísa skýrslunni til umfjöllunar félagsmálaráðs.

 

 

Í skýrslunni kemur m.a. fram að dagvinnulaun kvenna í fullu starfi eru 93% af dagvinnulaunum karla og að meðal heildarlaun kvenna eru 79% af heildarlaunum karla í fullu starfi.  Niðurstaðan sýnir aukinn jöfnuð frá fyrri könnun.

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00