Fara í efni  

Safnasvæðið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla
Kútter Sigurfari er eitt helsta tákn safnasvæðisins á Akranesi.
Jón Allansson, forstöðumaður Safnasvæðins á Akranesi, var á dögunum fenginn til þess að mæta í beina útsendingu hjá Útvarpi Sögu í þeim tilgangi að segja frá Safnasvæðinu og húsunum sem þar eru. Þátturinn sem um ræðir heitir Húsin í bænum og er í umsjón Kjartans Gunnars Kjartanssonar.

Viðtalið, sem er nærri klukkustund að lengd, hefur verið endurflutt nokkrum sinnum síðan og því er um að ræða mikla og góða kynningu fyrir safnasvæðið og Akranes í heild. Að sögn Jóns ræddu þeir Kjartan um allt milli himins og jarðar en þó mestmegnis um uppbyggingu safnasvæðisins og þau gömlu hús sem í bænum eru.


 


Skemmst er að minnast þess þegar Gísli Einarsson tók viðtal við Dýrfinnu Torfadóttur í þætti sínum Út og suður en eins og alþjóð nú veit er hún með vinnuaðstöðu á Safnasvæðinu þar sem gestum gefst kostur á að fylgjast með henni við vinnu sína. Viðtalið var myndskreytt með fjölda svipmynda frá safnasvæðinu og ljóst að umfjöllun sem þessi hefur mikið gildi, ekki síst þar sem síðar hefur komið í ljós að Út og suður er vinsælasti sjónvarpsþáttur landsins með nærri 40% áhorf.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00