Fara í efni  

Ríkisfang: Ekkert!

Í dag kemur út bókin ?Ríkisfang: Ekkert? eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur en þar er fjallað um flóttakonurnar frá Palestínu sem komu hingað á Akranes fyrir þremur árum síðan, aðstæður þeirra í flóttamannabúðum og ástæður þess að þær hröktust á flótta og fluttust síðar til Íslands. Akraneskaupstaður og Forlagið, útgefandi bókarinnar, blása af þessu tilefni til hátíðar í Garðakaffi, Safnaskálanum á Akranesi, í dag þriðjudaginn 13. september kl 17:00 ? 19:00 og eru allir hjartanlega velkomnir. Í boði verður arabískur matur til að smakka, palestínskur debka-dans, upplestur, tónlist og söngur, ljósmyndasýning, útsaumur og óvæntir hlutir frá Palestínu.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00