Fara í efni  

Rammaskipulag að íbúðabyggð við Kalmansvík

Bæjarstjórn Akraness kom saman til fundar að afloknu sumarleyfi þann 23. ágúst s.l. og var m.a. samþykkt samhljóða eftirfarandi tillaga meirihluta bæjarstjórnar:


"Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela skipulags- og umhverfisnefnd að láta vinna rammaskipulag að íbúðabyggð norðan þjóðvegar við Kalmansvík í samræmi við þær tillögur sem eru um byggð á svæðinu í endurskoðuðu aðalskipulagi.?


Fulltrúi minnihlutans óskaði bókað þess eðlis í tengslum við tillögu meirihlutans um vinnu við væntanlegt skipulag í Kalmansvík,  að hann telji að gera eigi þar ráð fyrir íbúðum fyrir aldraða á því svæði.

 


Eftirfarandi tillögur meirihlutans voru einnig samþykktar samhljóða:


 


?Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela tækni- og umhverfissviði að láta vinna kort þar sem fram kemur staðsetning leikvalla og sparkvalla og kostnaðarmetna tillögu að úrbótum þar sem þeirra er þörf.  Niðurstaða liggi fyrir eigi síðar en 10. nóvember n.k.?


 


?Bæjarstjórn Akraness samþykkir að skipa þriggja manna starfshóp sem leggi fram tillögu að bættri aðkomu að Brekkubæjarskóla t.d. með endurbótum á anddyri skólans sem snýr að Vesturgötu.  Starfshópurinn fái heimild til að kaupa nauðsynlega vinnu arkitekta, en gert verði ráð fyrir að frumhugmyndir liggi fyrir um miðjan nóvember 2005.  Skólastjóri Brekkubæjarskóla og sviðsstjóri fræðslu- tómstunda- og íþróttasviðs vinni með starfshópnum auk þess sem samráð verði haft við þá aðila sem hagsmuna hafa að gæta.?


 


 ?Bæjarstjórn Akraness samþykkir að fela sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs að leggja fyrir bæjarráð kostnaðaráætlun um endurbætur á lóðum grunnskólanna og áætluðum kostnaði við endurbætur á klæðningu Brekkubæjarskóla ásamt drögum að útboðsgögnum fyrir það verkefni.  Einnig verði sviðsstjóra tækni- og umhverfissviðs falið að leggja fyrir bæjarráð samantekt á brýnustu framkvæmdum við endurnýjun glugga og útveggja íþróttahússins á Vesturgötu.  Gögn þessi liggi fyrir eigi síðar en 15. október n.k.?


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00