Fara í efni  

Orka í aldarfjórðung


Kápa bókarinnar
Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar fagnar 25 ára afmæli sínu með útgáfu á bókinni ?Orka í aldarfjórðung?. Í afmælisritinu er greint frá aðdraganda og stofnun hitaveitunnar en formlegur stofndagur var 23. mars árið 1979. Starfsemin síðastliðin 25 ár er rakin í stórum dráttum og rætt við stjórnendur, starfsmenn og aðra sem hafa komið við sögu fyrirtækisins. Aðveitulögn hitaveitunnar er sú lengsta á Íslandi og lagning hennar á sínum tíma mikil framkvæmd.

Ritstjóri er Kristján Kristjánsson og aðrir höfundar efnis Anna Lára Steindal og Stefán Hjálmarsson.  Fjölmargar ljósmyndir úr safni Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar prýða bókina. Útgáfuþjónustan Uppheimar ehf sá um útgáfuna.


Bókin er 80 síður, saumuð kilja og annaðist Prentverk Akraness prentvinnslu. Aðalsteinn S. Sigfússon hannaði kápu. Dreifing er í höndum Uppheima ehf á Akranesi.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00