Fara í efni  

Opnun tilboða í fjölnota íþróttahús

 
F.v. Bjarni Þóroddsson, Lárus Ársælsson og Gísli Gíslason

Í dag voru opnuð tilboð í fjölnota íþróttahús á Akranesi.  Lægsta tilboð í óeinangrað og óupphitað hús átti Sveinbjörn Sigurðsson ehf. kr. 336.299.000.- með ákvæði um kr. 3.362.990.- afslætti ef sama hús verður byggt í Fjarðabyggð.  Sveinbjörn Sigurðsson ehf. átti einnig lægsta tilboð í einangrað og upphitað hús kr. 470.819.000.-  Á sama tíma voru opnuð tilboð í sams konar hús í Fjarðabyggð.  Fulltrúar Hönnunar hf. munu í framhaldi yfirfara tilboðin og að því loknu verða tilboðin lögð fyrir bæjarstjórn til ákvörðunar.  Fundargerð tilboðsopnunarinnar er hér meðfylgjandi en þar má sjá fjárhæðir þeirra tilboða sem bárust.  

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00