Fara í efni  

Opnun tilboða í fjölnota íþróttahús

 
F.v. Bjarni Þóroddsson, Lárus Ársælsson og Gísli Gíslason

Í dag voru opnuð tilboð í fjölnota íþróttahús á Akranesi.  Lægsta tilboð í óeinangrað og óupphitað hús átti Sveinbjörn Sigurðsson ehf. kr. 336.299.000.- með ákvæði um kr. 3.362.990.- afslætti ef sama hús verður byggt í Fjarðabyggð.  Sveinbjörn Sigurðsson ehf. átti einnig lægsta tilboð í einangrað og upphitað hús kr. 470.819.000.-  Á sama tíma voru opnuð tilboð í sams konar hús í Fjarðabyggð.  Fulltrúar Hönnunar hf. munu í framhaldi yfirfara tilboðin og að því loknu verða tilboðin lögð fyrir bæjarstjórn til ákvörðunar.  Fundargerð tilboðsopnunarinnar er hér meðfylgjandi en þar má sjá fjárhæðir þeirra tilboða sem bárust.  Smellið hér.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00