Fara í efni  

Opnað fyrir umsóknir í styrktarsjóð atvinnutengdra verkefna hjá Akraneskaupstað

Bæjarráð Akraness samþykkti nýlega reglur um styrki til atvinnutengdra verkefna. Markmið með styrkveitingum er að stuðla að fjölbreytni, nýsköpun og atvinnuuppbyggingu á Akranesi.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir og er hér sótt er um rafrænt í íbúagátt Akraneskaupstaðar á þar til gerðu eyðublaði. Með umsókn skal koma fram tilgangur verkefnis, tíma- og verkáætlun ásamt kostnaðaráætlun. Skilyrt er að verkefnið hafi tengingu við Akraness.

Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst næstkomandi og eru reglurnar aðgengilegar hér. 


   
Fara efst
á síðu
  • Akraneskaupstaður 433 1000
  • Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 09:30 - 12:00 og 12:30 - 15:30
  • Stillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449