Fara í efni  

Opinn kynningarfundur vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005-2017

Skipulags- og umhverfisnefnd býður til opins kynningarfundar, þar sem kynnt verður skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Akraness 2005 ? 2017.

 

Núverandi iðnaðarsvæði samkvæmt aðalskipulagi, svæði I-7, stækkar til norð-vesturs þ.e. skikinn að aðliggjandi óbyggðu svæði breytist í iðnaðarsvæði.Tilefni breytinganna eru áform um að byggja nýjan heitavatnstank með það að markmiði að finna framtíðarlausn varðandi hitaveitumál á Akranesi  

 

Fundurinn verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16 ? 18, miðvikudaginn 26. febrúar  n.k.  kl. 16:30.

 

Almenningi verður gefinn kostur á að koma með ábendingar á ofangreindum fundi og/eða senda inn ábendingar til skipulags- og byggingarfulltrúa  á netfangið runolfur.sigurdsson@akranes.is  til og með 28. febrúar 2014.

 

 

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00