Fara í efni  

Opið hús á leikskólanum Vallarseli

Leikskólinn Vallarsel, Skarðsbraut 6Opið hús verður á leikskólanum Vallarseli, Skarðsbraut 6, sunnud. 17. mars nk. frá kl. 15:00 til 17:00.  Sýning verður á verkum barnanna sem þau hafa unnið að í vetur og foreldrafélagið stendur fyrir kaffisölu til styrktar ferða- og skemmtisjóði barnanna. Fyrir afraksturinn verður eitthvað uppbyggilegt og skemmtilegt gert, farið í ferðalag eða fengnir góðir gestir  í heimsókn á leikskólann. Á síðasta vetri kom t.d. íþróttaálfurinn í heimsókn við mikinn fögnuð barnanna. Verð á kaffi fyrir 14 ára og eldri er kr. 500.- 


Foreldrar sem og aðrir velunnarar leikskólastarfsins eru hjartanlega velkomnir í heimsókn.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00