Fara í efni  

OMNIS gefur leikskólum á Akranesi gjöf

Leikskólastjórar veittu ljósmyndaprenturunum viðtöku
OMNIS(áður Tölvuþjónusta Vesturlands) gaf hverjum leikskóla á Akranesi  og í Hvalfjarðarsveit vandaða ljósmyndaprentara 5. desember sl. í tilefni af því að fyrirtækið hefur skipt um nafn og hefur fært út kvíarnar. Það gladdi leikskólastjórana að OMNIS vildi fagna tímamótunum með þessum hætti.

 Eins og kunnugt er þá er mikil sköpun samofin leikskólastarfinu og fengu bæjarbúar að njóta þess á Vökudögum þegar leikskólarnir stóðu fyrir listsýningum vítt og breitt um Akranes. Þar mátti meðal annars sjá ljósmyndasýningu leikskólabarna. Ljósmyndaprentararnir frá OMNIS munu því koma í góðar þarfir í leikskólastarfinu.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00