Fara í efni  

Öflugir dagforeldrar á Akranesi

Nýlega voru dagforeldrar á Akranesi  á námskeiði um slys og veikindi barna en námskeiðið var haldið á vegum Rauða kross Íslands. Leiðbeinandi var Jóhanna Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur. Námskeiðið er þáttur í símenntun dagforeldranna, sem eru mjög virkir hér á Akranesi. Í vikunni áður voru þeir t.d. á námskeiði í eldvörnum hjá  Slökkviliði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Rétt er að vekja athygli á því að núna vantar  fleiri í hóp dagforeldra á Akranesi þar sem þeir anna ekki eftirspurn eftir plássum í daggæslu.


Meðfylgjandi mynd af hópi dagforeldra var tekin á námskeiðinu um slys og veikindi barna.


 

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00