Fara í efni  

Öflug starfsemi Íþróttafélagsins Þjóts

Aðalfundur Íþróttafélagsins Þjóts var haldinn mánud. 21. apríl s.l. við fundarstjórn Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra. Samkvæmt venjulegum aðalfundarstörfum var kosið í stjórn félagsins en hana skipa næsta starfsár Ólöf Guðmundsdóttir, sem heldur áfram störfum formanns og Soffía Pétursdóttir og Sylvía Guðmundsdóttir sem koma nýjar inn í stjórn. 

 

Árið 2007 var í heildina gott ár hjá félaginu líkt og undanfarin ár. Markmið félagsins nú sem endranær er að veita fólki með fötlun aukin tækifæri til að stunda heilbrigðar tómstundir og að allir iðkendur geti fundið eitthvað við sitt hæfi og aukið þannig lífsgæði sín. Margir hafa lagt Þjóti lið á liðnu starfsári og þakkaði formaður félagsmönnum, þjálfurum, aðstoðarmönnum og starfsmönnum íþróttamannvirkja ánægjuleg samskipti og öllum velunnurum kærar þakkir fyrir stuðninginn á árinu.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00