Fara í efni  

Nýtt kennslueldhús í Grundaskóla

Tekin hefur verið í notkun ný aðstaða fyrir heimilisfræðikennslu í Grundaskóla. Við breytinguna var skipulagi breytt á neðri hæð skólans en þar eru kennslustofur fyrir verklegt nám. Heimilisfræðin hefur nú yfir að ráða tveimur kennslustofum í stað einnar áður. Nú er því mögulegt að kenna heilum bekk í einu en áður var aðeins hægt að kenna hálfum bekk á sama tíma. Í hverri kennslustofu eru sex vinnustöðvar og er áætlað að á hverri stöð séu að jafnaði tveir nemendur við vinnu. Milli kennslustofanna tveggja er búr og þvottaaðstaða. Hönnuðir breytinganna voru verkfræðistofan Mannvit en aðalverktaki verksins var fyrirtækið TH ehf. Eftirlit með framkvæmdinni var á höndum Framkvæmdastofu Akraneskaupstaðar.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00