Fara í efni  

Nýsköpun 2005
Ert þú með hugmynd að viðskiptaáætlun?
Samkeppni um viðskiptaáætlanir, Nýsköpun 2005, er í ár haldin í fimmta skiptið en skilafrestur fyrir viðskiptaáætlanir er til 1. september næstkomandi.


Það kostar ekkert að vera með, en hefur ýmsa kosti í för með sér. Þannig fá innsendar viðskiptaáætlanir ítarlega umsögn sérfræðinga, hægt er að vinna til veglegra peningaverðlauna og gert er ráð fyrir að valin verkefni fái ákveðinn tæknilegan stuðning við vöruþróun hjá Iðntæknistofnun.

Sérstakt leiðbeiningahefti um gerð viðskiptaáætlana er hægt að fá sent að kostnaðarlausu en einnig er hægt að nálgast heftið og margvísleg önnur gögn á nyskopun.is eða senda tölvupóst á nyskopun@nyskopun.is. Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar á skrifstofu markaðs- og atvinnumála Akraness.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00