Fara í efni  

Nýr vefur Markaðsráðs Akraness

Markaðsráð Akraness er nú komið með nýja og glæsilega heimasíðu á slóðinni www.mra.is. Á forsíðu vefsins kemur fram að hann er hugsaður sem upplýsinga- og þjónustuvefur þeirra fyrirtækja á Akranesi, sem eru aðilar að markaðsráðinu. Honum er ætlað að einfalda til muna leit að fyrirtækjum á Akranesi fyrir þá sem óska eftir að beina viðskiptum sínum til Akraness og einnig þá sem þurfa á þjónustu að halda á svæðinu.

Hvert og eitt fyrirtæki sér sjáflt um að setja inn upplýsingar um þjónustu sína. Tilgangurinn með því er fyrst og fremst sá að tryggja stöðugan vöxt heimasíðunnar og að þar sé ávallt að finna nýjar og réttar upplýsingar. Þeim fyrirtækjum sem hafa sett inn upplýsingar fjölgar stöðugt og er þeim sem ekki hafa þegar skráð sig bent á að gera það hið snarasta. Einnig eru þau fyrirtæki sem ekki eru aðilar að markaðsráðinu hvött til þess að ganga til liðs við það og skrá sig.


 


Vefurinn er einn af nokkrum upplýsingavefjum sem tengdir eru sérstaklega saman, t.a.m. www.akranes.is og www.irskirdagar.is.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00