Fara í efni  

Nýr vefur Akraneskaupstaðar kominn í loftið!

Í dag, hlaupársdaginn 29. febrúar var nýr upplýsingavefur Akraneskaupstaðar formlega opnaður, en vinna við hinn nýja vef hefur staðið yfir undanfarna mánuði. Óhætt er að segja að Akranesvefurinn hafi tekið stakkaskiptum, enda hefur öllu útliti og uppbyggingu vefsins verið breytt umtalsvert.

Meðal nýjunga á vefnum er gagnvirkt kort er sýnir allar helstu stofnanir bæjarins, útivistarmöguleika, listaverk og annað áhugavert. Þá er stjórnsýslu bæjarins gerð góð skil í gagnvirku skipuriti. Efni er flokkað með það að leiðarljósi að auðvelda notendum að nálgast upplýsingar, afþreyingu eða fróðleik - en sjón er sögu ríkari!


 


Það var Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar,  sem opnaði vefinn formlega við stutta athöfn í Tónbergi.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00