Fara í efni  

Nýr upplýsingafulltrúi á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi

Gengið hefur verið frá ráðningu Ingibjargar Gestsdóttur í starf upplýsingafulltrúa á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akranesi. Starfið var auglýst með umsóknarfresti til 10. apríl sl.  Alls bárust 14 umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.


Ingibjörg er 56 ára gömul. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Vesturlands árið 2000 og lauk BA prófi í þjóðfræði við Háskóla Íslands árið 2005.  Ingibjörg hefur áralanga reynslu af kynningarmálum og leiðsögn við bæði innlenda og erlenda ferðamenn. Þá var hún m.a. forstöðumaður Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna að Reykjum til þriggja ára. Ingibjörg starfaði við Byggðasafn Akraness í nokkur ár og sá m.a. um Upplýsingamiðstöð ferðamanna þegar hún var staðsett á Safnasvæðinu í Görðum.


Ingibjörg hefur þegar tekið til starfa í Upplýsingamiðstöðinni sem er til húsa við Akratorg, á 1. hæð í Landsbankahúsinu, Suðurgötu 57.  Upplýsingamiðstöðin verður opin daglega frá kl. 10.00-17.00 og um helgar frá kl. 10.00-14.00. 


Símanúmer Upplýsingamiðstöðvar er 433 1065 og netfang info@akranes.is

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00