Fara í efni  

Nýr Tónlistarskóli vígður á AkranesiFrá vígslu nýja tónlistarskólans
Hið nýja og glæsilega húsnæði Tónlistarskólans á Akranesi var formlega tekið í notkun föstudaginn 5. október sl. að viðstöddu fjölmenni. Það voru þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraness og Lárus Sighvatsson, skólastjóri Tónlistarskólans sem í sameiningu klipptu á borða við vígslu hússins.

 
Frá vígslu nýja tónlistarskólans
Við vígsluna var gert opinbert nýtt nafn á hinn glæsilega tónlistarsal skólans, sem heitir nú ?Tónberg?. Í rökstuðningi höfundar nafnsins, Jóns Trausta Hervarssonar kemur fram að fyrri hluti nafnsins vísi til tónlistar en hinn síðari vísi til þess að ganga í björg, verða bergnuminn af fallegri tónlist. Alls bárust 84 tillögur í samkeppni um nafn á tónlistarsalnum og verða nokkur þessara nafna notuð í skólanum m.a. á skólastofur og önnur rými innan skólans.


 


Á laugardaginn var síðan opið hús í skólanum þar sem gestir og gangandi gátu skoðað hin glæsilegu húsakynni skólans. Talið er að allt að 800 manns hafi heimsótt skólann þennan dag, en þar var í boði lifandi tónlistardagskrá frá nemendum skólans og veglegar veitingar.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00