Fara í efni  

Nýr þreksalur opnar á Jaðarsbökkum

Nýuppgerður  þreksalur íþróttamiðstöðvarinnar að Jaðarsbökkum var í gær opnaður við hátíðlega athöfn.  Nú hafa í hartnær einn mánuð staðið yfir viðhaldsbreytingar á salnum.  Tilgangur þessara breytinga er að bæta aðstöðu og þjónustu við hinn almenna íþróttaiðkanda.  Salurinn hefur nú verið stækkaður um nær 10 fermetra ásamt  því sem veggur hefur verið reistur á milli þreksvala og íþróttasalar til að minnka truflun þar á milli.

Einnig var salurinn parketlagður og speglar voru settir á veggi. Ýmis  ný tæki hafa verið keypt og sett upp og uppröðun í salnum er stórlega breytt.  Ýmsar aðrar breytingar hafa verið gerðar, en sjón er sögu ríkari.  Allir eru hjartanlega velkomnir hvenær sem er.  Það var mál manna í gær við opnunina að salurinn virkaði bæði stærri og bjartari eftir breytingarnar.  Í tilefni þessa munu Íþróttabandalag Akraness og Akraneskaupstaður standa fyrir heilsuhelgi nú um helgina og nánari upplýsingar þar um er að finna í nýjasta Póstinum, Skessuhorni  og í meðfylgjandi pdf skjali.


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00