Fara í efni  

Nýr skólastjóri í Brekkubæjarskóla

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum 26. júní sl. að ráða Auði Hrólfsdóttur í starf skólastjóra Brekkubæjarskóla. Fjórir umsækjendur voru um stöðuna en skólanefnd ákvað að kalla þrjá þeirra til viðtals. Í umsögn skólanefndar kom fram að allir umsækjendur sem talað var við eru hæfir til að gegna stöðunni en Auður þeirra hæfust. Auður er fædd 1955 og hefur að loknu B.ed prófi frá KHÍ unnið við kennslu, bæði almenna kennslu og ekki síður sérkennslu. Auður hefur m.a. unnið sem deildarstjóri sérdeildar, sem kennsluráðgjafi við Fræðslumiðstöð Reykjavíkur og verið aðstoðarskólastjóri og skólastjóri við Hamraskóla í Grafarvogi skólaárin 2000-2002.  Í vetur hefur Auður verið við nám í skólastjórnun í Danmörku.  Hún tekur við nýja starfinu 1. ágúst 2003

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00