Fara í efni  

Nýr samstarfssamningur við Grundaskóla um fyrirkomulag umferðarfræðslu

Í gær voru undirritaðir nýir samstarfssamningar um fyrirkomulag umferðarfræðslu í grunnskólum landsins. Grundaskóli verður áfram leiðandi móðurskóli í verkefninu og miðstöð þróunar og nýbreytni. Skólinn mun leiða samstarf fjögurra leiðtogaskóla. Þeir eru Flóaskóli á Suðurlandi, Brekkuskóli á Akureyri, Grunnskóli Reyðarfjarðar á Austurlandi og Grunnskóli Seltjarnarness fyrir Reykjavíkursvæðið.


 

 

Grunnskólinn á Seltjarnarnesi er nýr leiðtogaskóli og fór undirritunin fram við bæjarmörk Seltjarnarness við Norðurströnd. Kristján Möller samgönguráðherra, Guðbjartur Hannesson skólastjóri Grundaskóla og alþingismaður, Karl Ragnarsson forstjóri Umferðarstofu og Sigfús Grétarsson skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness undirrituðu þennan nýja samning sem byggir á umferðaröryggisáætlun ríkisstjórnar Íslands 2005-2008.
Undirritunin var eitt af síðustu formlegu embættisverkum Guðbjarts Hannessonar sem skólastjóra í Grundaskóla. Í ávarpi sínu fagnaði hann þessum áfanga og hvatti samgönguyfirvöld til enn frekari átaka á þessum vettvangi. Vinna með börn og ungmenni væri lykillinn að betri árangri í forvörnum tengt umferðarslysum.


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00