Fara í efni  

Nýr samningur um leikjanámskeið undirritaður

Skátafélag Akraness hefur undanfarin ár annast leikjanámskeið fyrir 6 -9 ára börn á sumrin samkvæmt gildandi samningi. Samningurinn rann út sl. haust en nú hafa Guðríður Sigurjónsdóttir, félagsforingi og Anney Ágústsdóttir meðstjórnandi í Skátafélaginu undirritað nýjan samning sem gildir næstu 3 ár. Mikil ánægja hefur verið með námskeiðin af hálfu Akraneskaupstaðar. Skátafélagið hefur boðið upp á skemmtilega dagskrá fyrir þennan aldurshóp og verði hefur verið stillt í hóf. Margir sem hafa sótt leikjanámskeiðin hafa skráð sig í Skátafélagið og stendur skátastarf á Akranesi í blóma um þessar mundir.


 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00