Fara í efni  

Nýr rekstraraðili tjaldsvæðisins í Kalmansvík

Síðari hluta marsmánaðar var auglýst eftir tilboðum í rekstur tjaldsvæðisins í Kalmansvík og voru tilboð opnuð 2. apríl s.l.
Framkvæmdaráð samþykkti að ganga til  samninga við Kötlu Maríu Ketilsdóttur, Viðjuskógum 13 á Akranesi og föstudaginn 12. apríl s.l. undirrituðu Katla María og Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri verksamning sem gildir til 30. apríl 2016. Samkvæmt honum tekur Katla María við rekstri tjaldsvæðisins frá og með 15. apríl 2013. Einnig gerir samningurinn ráð fyrir að Katla María annast umsjón með almenningsalernum við Langasand og í Garðalundi.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00