Fara í efni  

Nýr formaður tómstunda- og forvarnarnefndar

Bæjarráð Akraness hefur tilnefnt Sigurð Pétur Svanbergsson sem formann tómstunda- og forvarnarnefndar Akraneskaupstaðar. Jafnframt hefur Geir Guðjónsson verið tilnefndur sem varamaður Sigurðar í nefndinni. Sigurður tekur við formennsku af Hjördísi Hjartardóttur sem flutt hefur búferlum tímabundið til Færeyja. Hún var í fjórða sæti Akraneslistans við síðustu bæjarstjórnarkosningar og hefur því verið fyrsti varabæjarfulltrúi listans á þessu kjörtímabili. Björn Guðmundsson verður nú fyrsti varabæjarfulltrúi listans. 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00