Fara í efni  

Nýr Akranesbæklingur kominn út!

 

Forsíða nýja Akranesbæklingsins

Í dag kemur út nýr kynningarbæklingur um Akranes, ætlaður ferðamönnum og öðrum sem vilja kynna sér allt það sem Akranes hefur upp á að bjóða. Nokkur ár eru liðin frá því gefið var út kynningarefni um Akranes og því var kominn tími á endurnýjun. Bæklingurinn er gefinn út á íslensku og ensku, en hann er 20 blaðsíður að stærð og alfarið unninn hjá Markaðs- og atvinnuskrifstofu Akraneskaupstaðar, nema hvað Prentverk Akraness sá um prentunina.

 

 

 

 

Í bæklingnum kennir ýmissa grasa en þar er m.a. fjallað um Safnasvæðið, einstök söfn og nokkra skemmtilega muni sem þar eru varðveittir, Langasand og Golfvöllinn, útivistarparadísina Akrafjall og margt fleira. Bæklingnum verður á næstu dögum dreift á upplýsingamiðstöðvar fyrir ferðamenn víða um land, til ferðaskrifstofa hérlendis og erlendis og að sjálfsögðu til þjónustuaðila á Akranesi. Fyrr í sumar var gefið út nýtt upplýsingakort af Akranesi og á næstu dögum verður opnaður nýr upplýsinga- og kynningarvefur um Akranes á slóðinni www.visitakranes.is, en hann verður kynntur nánar síðar. Ferðamenn og aðrir gestir bæjarins ættu því að hafa allar tiltækar upplýsingar við höndina áður en haldið er á Skagann!

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00