Fara í efni  

Nýjar reglur um fjárhagsaðstoð á Akranesi samþykktar

Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum 15. júní s.l. nýjar reglur um fjárhagsaðstoð á Akranesi.  Helstu breytingar sem fram koma með nýjum reglum eru m.a. að fjárþörf tekur mið af fullorðnum, en ekki börnum líka eins og var áður. Greiðslur vegna barna svo sem meðlög, barnabætur og barnabótaauki reiknast ekki sem tekjur og húsaleigu-  og vaxtabætur eru ekki taldar til tekna. Miðað er við heildarlaun en ekki nettólaun eins og áður var. Forsenda námsstyrkja er þrengd og aðstoð til foreldra, að vissum skilyrðum fullnægt, er aukin.  Sjá reglurnar í heild sinni.

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00