Fara í efni  

Nýbúadeild í Grundaskóla


Nýbúar í Grundaskóla
Í haust tók til starfa nýbúadeild við Grundaskóla. Í deildinni stunda núna 15 pólskir nemendur nám. Von er á fleiri nýjum Íslendingum á grunnskólaaldri til Akraness um áramót og verða þeir allir nemendur í Grundaskóla þar sem nýbúadeildin þjónar öllu Akranesi. Við nýbúadeildina starfa tveir starfsmenn.


 


 


 


 

Sigurveig Kristjánsdóttir, grunnskólakennari, veitir deildinni faglega forystu en auk hennar starfar þar Krystyna Jabluszewska sem stuðningsfulltrúi. Sigurveig er í framhaldsnámi við Kennaraháskóla Íslands í fjölmenningarlegri kennslu. Krystyna talar bæði pólsku og íslensku.


 


Reiknað er með að nýir Íslendingar á grunnskólaaldri verði að jafnaði tvö ár í deildinni áður en þeir fara alfarið inn í bekkinn sinn. Mikilvægt er að standa vel að móttöku þeirra og koma með markvissum hætti til móts við bæði nemendur og foreldra. Grundaskóli hefur sótt upplýsingar og fræðslu víða, m.a. til Huldu Karenar Daníelsdóttur, kennsluráðgjafa sem starfar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Starfsmenn skólans sóttu fyrirlestur sem hún flutti á skipulagsdegi 20. nóvember sl.


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00