Fara í efni  

Ný stjórn kosin hjá Skagaleikflokknum


Götuleikhópur Skagaleikflokksins


Aðalfundur Skagaleikflokksins var haldinn 27. maí s.l. og fóru þá m.a. fram stjórnarkjör.  Formaður var kjörinn Steingrímur Guðjónsson, varaformaður Steinunn Ása Björnsdóttir og gjaldkeri Guðbjörg Árnadóttir.  Sjá nánar.


 


 

Nú stendur yfir undirbúningur götuleikhópsins fyrir Írsku dagana á Akranesi, sem haldnir verða dagana 9.-11. júlí nk.   Leikhópurinn verður þá á ferð um bæinn og tekur m.a. á móti öllum þeim gestum sem koma inn í bæinn og afhendir þeim dagskrá Írsku daganna.  Leikhópurinn er mjög litríkur og setur skemmtilegan svip á hátíðina eins og sjá má á myndinni, sem tekin var á Írskum dögum í fyrra. 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00