Fara í efni  

Ný lögreglusamþykkt fyrir Akraneskaupstað staðfest

Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur staðfest nýja lögreglusamþykkt fyrir Akraneskaupstað og hefur hún verið auglýst í Stjórnartíðindum lögum samkvæmt.  Bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu að fela starfshópi sem skipaður var fulltrúum frá Akraneskaupstað þeim Jóni Pálma Pálssyni, bæjarritara og Þorvaldi Vestmann, sviðsstjóra, ásamt fulltrúum frá sýslumanninum á Akranesi þeim Áslaugu Rafnsdóttur, sýslumannsfulltrúa og Jóni S. Ólafssyni lögregluvarðstjóra.  Skilaði starfshópurinn tillögum sínum til bæjarstjórnar sem hefur samþykkt lögreglusamþykktina og ráðuneytið nú staðfest eins og fyrr greinir.  Hægt er að nálgast lögreglusamþykktina í heild sinni hér.

 

 

 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00