Fara í efni  

Ný endurskinsvesti gefin í alla leikskólana


Börnin mátuðu nýju endurskinsvestin
Búi Örlygsson frá Landsbankanum á Akranesi kom færandi hendi í leikskólann Garðasel  þegar hann kom með 30 endurskinsvesti sem hann færði börnunum. Auk þess fengu leikskólarnir Teigasel og Vallarsel sams konar gjöf. Þetta er góð gjöf sem kemur í góðar þarfir þar sem það er orðin hefð að fari hópur úr leikskólanum í gönguferð þá er hann í svona vestum sem eru merkt leikskólanum svo og gefanda. Börnin venjast því fljótt að það er nauðsynlegt að vera vel merktur í umferðinni og  vonandi skilar það sér  þegar þau eldast að þeim finnst þetta eðlilegur hlutur.

 


   
Fara efst
á síðu
  • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
    Kt: 410169-4449
  • 433 1000
    Skrifstofan er opin sem hér segir:
    Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
    Föstudaga kl. 09:00-14:00