Fara í efni  

Nú fer hver að verða síðust !

Eins og fram hefur komið á vef Akraneskaupstaðar mun Atvinnumálanefnd í samvinnu við IMPRU Iðntæknistofnun standa fyrir námskeiðinu Brautargengi sem byrjar um miðjan febrúar.  Brautargengi er sérsniðið námskeið fyrir athafnakonur sem hafa viðskiptahugmynd sem þær vilja hrinda í framkvæmd.  Enn eru nokkur pláss laus og því er áhugasömum konum bent á að sækja um á vef Iðntæknistofnunar www.impra.is 

Námskeiðið er samtals 75 kennslustundir sem kenndar eru á 15 vikum og fer kennslan fram í Svöfusal á Bókasafni Akraness.  Kennt verður einu sinni í viku frá kl. 12:30 til 17:00 og er hámarksfjöldi 15 þátttakendur.


 


Markmið námskeiðsins


Að nemendur: • Skrifi eigin viðskiptaáætlun
 • Kynnist grundvallaratriðum er varða stofnun og rekstur fyrirtækis
 • Öðlist hagnýta þekkingu á þáttum er lúta að fyrirtækjarekstri, markaðs-málum, fjármálum  og stjórnun
 • Öðlist tengsl við atvinnulífið í gegnum fyrirlesara, leiðbeinendur og aðra þátttakendur

 


Námsþættir • Markviss uppbygging þátttakenda
 • Mótun viðskiptahugmynda
 • Stjórnun og starfsmannamál
 • Markaðsmál
 • Fjármál og áætlanagerð
 • Hagnýt atriði við stofnun og rekstur fyrirtækis
 • Uppbygging kynninga og framsögn

 


Kennsluhættir


Fyrirlestrar, verkefnavinna og heimavinna. Þátttakendur fá einnig handleiðslu hjá starfsmönnum Impru og umsjónaraðilum á hverjum stað fyrir sig. 


 


Næstu námskeið


Á vormisseri 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Höfn í Hornafirði, á Akranesi og á Akureyri.   


 


Námskeiðin hefjast með sameiginlegu hópefli hópanna þriggja helgina 10.-11. febrúar 2007. Staðsetning verður ekki ákveðin fyrr en ljóst er hvort næg þátttaka næst á öllum stöðunum. 


 


Eftir það verður kennt einu sinni í viku, á miðvikudögum, kl.  12:30-17:00, frá febrúar og til maí 2007 (alls 14 skipti).


 


Verð


38.000 kr.


Ath. stéttarfélög hafa tekið þátt í greiðslu námskeiðskostnaðar.  


 


Innifalið • Kennsla og leiðsögn
 • Námsgögn
 • Verkefnamappa
 • Hópeflisferð (gisting og fæði, nemendur koma sér sjálfir á staðinn)
 • Kaffi og meðlæti í kennslustundum
 • Handleiðsla

 


Inntökuskilyrði


Meginskilyrði eru að þátttakandi hafi viðskiptahugmynd til að vinna með, sé að hefja rekstur eða sé nú þegar í rekstri og að þátttakandi skuldbindi sig til þess að vinna að gerð viðskiptaáætlunar sinnar í heimavinnu minnst 10 klst. á viku. 


 


Reynsla annarra


Á sjötta hundrað konur hafa lokið Brautar-gengisnámi síðan fyrst var boðið upp á það 1996, þar af 153 á landsbyggðinni. Skv. könnun sem gerð var á árinu 2005 telja flestir þátttakenda sem stofnað hafa fyrirtæki í kjölfarið að námskeiðið hafi ráðið úrslitum. 


 


Einnig telja flestir þátttakendur sig mun hæfari stjórnendur eftir að hafa lokið Brautar-gengisnámi.  Einhverjir hafa lagt hugmyndina sína til hliðar eftir að hafa skoðað hana nánar á Brautargengisnámskeiði þar sem forsendur gáfu til kynna að viðskiptahugmyndin bæri sig ekki fjárhagslega. 


 


Vilt þú leggja af stað án þess að vera búin að reikna út grundvallaratriðin?


 


 


Brautargengi á landsbyggðinni


Brautargengi er nú að hefjast í áttunda sinn á landsbyggðinni. Áður hefur verið kennt á Akureyri, Ísafirði, Egilsstöðum,  Selfossi, Vestmannaeyjum, Skagafirði, Vík í Mýrdal og Hólmavík. 


 


Kennslan fer fram bæði á hverjum stað en einnig (í minnihluta tilvika) gegnum fjarfundabúnað.  Lögð verður áhersla á að kennarar hafi reynslu og þekkingu af atvinnulífinu og miðli hagnýtri þekkingu til nemenda. 


 


Uppbygging námsins á landsbyggðinni er sú sama og á höfuðborgarsvæðinu.  Notað er sama námsefni og er námskeiðið sambærilegt að öllu leyti.


 


Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar eru  á vefsíðu  Impru (www.impra.is) og einnig er þér velkomið að hafa samband með tölvupósti (rakel@akranes.is) eða hringja í síma 433-1060.


 


Á vormisseri 2007 er áætlað að halda námskeiðið á þremur stöðum á landinu, þ.e. á Höfn í Hornafirði, á Akranesi og á Akureyri.   


 


Umsóknarfrestur er til 26. janúar 2007.


  


Ef þú lumar á góðri viðskiptahugmynd sem þig langar að þróa áfram, kanna möguleika á að hrinda hugmyndinni í framkvæmd, læra um stofnun og rekstur fyrirtækja og læra að koma hugmyndum þínum á framfæri þá er BRAUTARGENGI fyrir þig.


 


Þú vinnur með hugmyndina þína, skrifar heildstæða VIÐSKIPTAÁÆTLUN undir leiðsögn sérfræðinga og lærir um stofnun og rekstur fyrirtækja. 


 


BRAUTARGENGI er 75 tíma námskeið sem kennt er einu sinni í viku, samtals í 15 vikur, u.þ.b. 5 klst. í senn.  Mörg sveitarfélög á landsbyggðinni hafa stutt við bakið á Impru  við framkvæmd BRAUTARGENGIS og þannig auðveldað konum að koma hugmyndum sínum á framfæri.


 


Láttu það eftir þér að vinna með þínar eigin hugmyndir og hrintu þeim í framkvæmd.  Það gerir það enginn fyrir þig!


 


Skv. könnun sem gerð var á árinu 2005 er um helmingur kvenna sem tekið hafa þátt í námskeiðinu frá upphafi nú með fyrirtæki í rekstri. Flest fyrirtækjanna eru með 1 ? 2 starfsmenn en meðalfjöldi starfsmanna er 9. 


 


Eftirgrennslan hefur ennfremur leitt í ljós að einungis ein af hverjum 10 konum hefur alfarið lagt á hilluna öll áform um fyrirtækjarekstur. Þó ekki hafi allar hafið rekstur eru margar enn að vinna að undirbúningi sinna viðskipta-hugmynda. 


 


 


Nánari upplýsingar veitir Rakel Óskarsdóttir Markaðs- og atvinnufulltrúi Akraneskaupstaðar í síma 433-1060 og á rakel@akranes.is


 


 


 


 


 


   
Fara efst
á síðu
 • AkraneskaupstaðurStillholti 16-18, 300 Akranes
  Kt: 410169-4449

  Persónuverndarstefna
 • 433 1000
  Skrifstofan er opin sem hér segir:
  Mánu- fimmtudaga kl. 09:00-15:00
  Föstudaga kl. 09:00-14:00